27.03.2010 13:31
Hagafjall
Við Eyja brugðum okkur á Hagafjall með gönguhópnum Vatn og Heilsa í morgunn. Frábær ganga en nokkuð hvasst
Skrifað af phrs
24.03.2010 13:24
Akureyri marz 2010
Skrapp á Akureyi að losa húsbílinn og heimsækja Preben og Höllu.
Frábær ferð, átti ánægjulega kvöldstund með þeim og vinafólki þeirra,sem þaug buðu í mat.
Ekki var flogið á sunnudeiginum vegna eldgos og fór því með rútuni til Rvk. Myndin er af Sumarhúsi þeirra.
Preben með mottu :)
Skrifað af phrs
15.01.2010 14:46
Viðurkenning
Við bræður fengum starfsaldurs viðurkenningar nú um áramótin.
Samtals höfum við unnið í 60 ár hjá MS
Samtals höfum við unnið í 60 ár hjá MS
Skrifað af phrs
29.11.2009 11:27
Aðventan
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu, og búið að setja jólaseríuna upp og skreyta að mestu að utan.
Og merkilegt nokk það birjaði að snjóa í morgun svo ég vona að þetta verði ánægjulegur jólamánuður.
Skrifað af phrs
28.09.2009 19:38
Kaldbakur-Hrunakrókur-Hörgsholt
Sunnudaginn 27.sept fór ég með gönguhópnum Vantn og Heilsa í gönguferð meðfram Stóru -Laxá .
Ekið var upp að Hörgsholti, og þaðan var farið á öðrum bílnum upp að Kaldbak, þar sem gangan hófst.
Geingið var á Kaldbaksfjall (441m). Frá Kaldbaksfjalli var geingið inn að Hrunakróki og síðan niður með Laxá að Hörgsholti. Voru þetta um 16 km.
Skrifað af phrs
30.08.2009 10:21
Skreppingur
Í gær skruppum við í Þrastarskóg að tína sveppi sem var ekki mikið af, enda var þetta eiginlega bara labbitúr
Og eftir hádeigið var farið með Eyju í hitting að Litla Saurbæ að hitta sistkyni sín í fyrsta skifti frá því að hún fór að heiman.
Og eftir hádeigið var farið með Eyju í hitting að Litla Saurbæ að hitta sistkyni sín í fyrsta skifti frá því að hún fór að heiman.
Skrifað af phrs
13.08.2009 16:53
1. í sumarfríi
Við hjónin skelltum okkur í smá ferðalag hingað og þangað á húsbílnum. Frá Skorradal í bláber og til Kirkjubæjarklaustur í gönguferð eða við létum veðrið ráða pínu lítið. þatta var ágætis ferð í frábæru veðri.
Skrifað af phrs
28.07.2009 19:07
Laugarvegur 2009
Föstudaginn 24 júli fórum við göngufélagar frá Vatn og heilsu ásamt mökum, börnum barnabörnum, eða bara teingdir, samtals 30 manns og gengum Laugarveginn. Þetta var með skemmtilegri ferð sem við höfum farið. Við hjónin vorum með Preben, Höllu,Reynir Dag og Kristinn Steinar með okkur. Fengum við ágætis veður fyrir utan leiðinna frá Alftavatni að Emstrum, enn vindurinn var í bakið svo það var ekki svo slæmt Sameiginleg máltíð var öll kvöldin sem, Preben sá um (frábær kokkur) og endað með V&H grilli síðasta kvöldið. Við viljum þakka göngufélögum góða kynningu og ánægulegar stundir. Maður er þakklátur fyrir að eiga svona góða göngufélaga og hlakkar til samverustundana næsta vetur
Skrifað af phrs
28.06.2009 15:37
Hellismannaleið
Við hjónin urðum þess aðnjótandi um helginna, að fá að ganga með hóp sem kallar sig Skálmarar. Hluta af hópnum kynntumst við þegar við vorum áð ganga í Skotlandi á síðasta ári.
Farið var Hellismannaleið og var þetta svokölluð vígsluganga, eftir að leiðin var stikuð alla leið. Og er þá búið að stika gönguleið frá Rjúpnavöllum að Skógum ca.135 km
Gengið er frá Rjúpnavöllum að Áfangagili ,þaðan í Landmannahellir og áfram í Landmannalaugar á þrem dögum.
Frábær leið, en erfið,sérstaklega frá Áfangagili að Lanndmannahellir. Eða ég ekki í nógu góðri æfingu, en öll leiðin er ca 55 km.
Þegar í Landmannalaugar var komið var farið í Laugarnar, og síðan vorum við keyrð í Landmannahellir og var haldin þar grillveisla, spilað á harmonikku og dansað.
Við viljum þakka Skálmurum fyrir frábæra ferð og viðkynningu
Skrifað af phrs
24.05.2009 12:07
Eyjafjallajökull
Guðrún fór síðustu helgi á Eyjafjallajökull Með gönguhópnum Vatn og Heilsa. Lagt var af stað um kl 8:00 um morguninn og komið niður aftur um kl18:00 um kvöldið, Þá var farið að Skógum og grillað. Við fórum á húsbílnum og vorum tvær nætur á Skógum Gamli var niðri hjá bílnum á meðan, en gat fylgst með þeim næstum allan tímann. Þetta var frábær ferð
Skrifað af phrs
21.01.2009 16:51
Gamallt
Ég setti nokkrar myndir frá gömlum veiðiferðum.
Það vakti upp góðar minningar
Það vakti upp góðar minningar
Skrifað af phrs
31.12.2008 14:19
Gamlársdagur
Guðrún skellti sé upp á Ingólfsfjall með Vatn og-heilsu hópnum í dag á meðan ég var að vinna. Gleðilegt ár og farsælt nýtt ár.
Skrifað af phrs
Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 284958
Samtals gestir: 28416
Tölur uppfærðar: 10.9.2024 18:39:54