28.06.2009 15:37

Hellismannaleið




Við hjónin urðum þess aðnjótandi um helginna, að fá að ganga með hóp sem kallar sig Skálmarar.  Hluta af hópnum kynntumst við þegar við vorum áð ganga í Skotlandi á síðasta ári.
    Farið var Hellismannaleið og var þetta svokölluð vígsluganga, eftir að leiðin var stikuð alla leið. Og er þá búið að stika gönguleið frá Rjúpnavöllum að Skógum ca.135 km
    Gengið er frá Rjúpnavöllum að Áfangagili ,þaðan í Landmannahellir og áfram í Landmannalaugar á þrem dögum.
    Frábær leið, en erfið,sérstaklega frá  Áfangagili að Lanndmannahellir. Eða ég ekki í nógu góðri æfingu, en öll leiðin er ca 55 km.
Þegar í Landmannalaugar var komið var farið í Laugarnar, og síðan vorum við keyrð í Landmannahellir og var haldin þar grillveisla, spilað á harmonikku og dansað.
Við viljum þakka Skálmurum fyrir frábæra ferð og viðkynningu
Flettingar í dag: 2071
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 486
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 383420
Samtals gestir: 37155
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:42:44